(354) 486 8966 
Garðyrkjustöðin Akur, Laugarási,
801 Bláskógarbyggð, Ísland

Um okkur

GARÐYRKJUSTÖÐIN AKUR

FÓLKIÐ BAKVIÐ TJÖLDIN

Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir lærðu lífræna hugmyndafræði í Jårna, Svíþjóð. Lífræni eldmóðurinn kom með þeim til Íslands ásamt hóp af öðrum einstaklingum, sem ásamt þeim hafa verið drifkrafturinn í þeirri uppbyggingu á lífrænu framboði sem átt hefur sér stað hér á íslandi síðuastu áratugi. Allt frá framleiðslu yfir í smásölu.

Þau keyptu garðyrkjustöðina Akur sem er staðsett í Laugarási í Biskupstungum. Keyptu þau stöðina 1991 með það að markmiði að stunda þar lífræna ræktun.

Stöðin er í dag 2200fm undir gleri auk pökkunar- og vinnsluaðstöðu

Ræktaðar eru ýmsar tegundir grænmetis eins og tómatar, kirsuberjatómatar, gúrkur, paprikur í ýmsum litum og chile-pipar. Ræktunarárið hefst um áramót með sáningum en uppskera hefst svo í mars á gúrkum en tómatar og paprikur fylgja í kjölfarið í apríl og maí. Uppskerutímabilið stendur svo út október en þá er hreinsað út úr húsum og þau þrifin og undirbúin fyrir næsta tímabil.

Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkusýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Markmiðið er að þessar afurðir séu á markaði allt árið en þó aðallega þann tíma sem minna er af fersku og nýuppskornu grænmeti.

Árið 2016 komu Gunnar Örn Þórðarson og Linda Björk Viðarsdóttir inn í reksturinn og er stöðin því formlega komin í hendurnar á næstu kynslóð lífrænna bænda.

BÆNDUR Í BÆNUM

OKKAR BEINA TENGING VIÐ YKKUR NEYTENDURNA

Sem framleiðendur viljum við vera í sem bestum tengslum við ykkur neytendur. Upphafið af því var í formi áskriftarkassa sem sendir voru til vina og vandamanna í upphafi rekstar stöðvarinnar en er nú komin í þetta form sem hún er í dag. Bændamarkaður í Reykjavík með netverslun og heimsendingu.

Maður vill sjálfur vita hvaðan maturinn kemur og hvernig hann er gerður. Með því að halda úti bændamarkaði fáum við tækifæri að hitta ykkur sem eru að kaupa okkar vörur. Fá að heyra hvað er gott og hvað er vont og bregðast við því.

Við vonum að þið njótið þess sem þið sjáið og fáið og umfram allt,

Njótum og neytum,
Fjölskyldan á Akri

(354) 486 8966 
Garðyrkjustöðin Akur, Laugarási,
801 Bláskógarbyggð, Ísland
phoneglobeenvelope-square
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram