(354) 486 8966 
Garðyrkjustöðin Akur, Laugarási,
801 Bláskógarbyggð, Ísland

Lífræn upplifun á Akri

Hvað bjóðum við upp á

Sumarið 2019 bjóðum við upp á reglulegar ferðir í gegnum gróðurhúsin okkar. Þú færð kynningu um gróðurhúsin okkar og getur skoðað hefbundnar plöntur eins og gúrku-, tómata- og paprikuplöntur ásamt salat- og kryddplöntum. Síðan erum við með aðrar óhefðbundnari plöntur eins og bananatré, blæjuber og fleirra.

Göngutúrinn um stöðina tekur ca. 50 mínútur.

Eftir kynninguna göngum við til snæðings hjá bananatrjánum og fáum okkur æðislega súpu og brauð, auðvitað úr lífrænum hráefnum.

Við erum svo heppin að vera með útlærðan Yogakennara og nuddkonu hérna hjá okkur á Akri, Stáňa Stainerová frá Tékklandi eða Stania eins og við köllum hana. Hún ásamt gestakennurum ætla að bjóða hópum að taka Yogatíma áður en gengið er til snæðings. Gestakennarar verða kynntir sérstaklega og hægt verður að bóka tíma hjá þeim í gegnum sumarið.

Stania mun einnig bjóða þeim sem vilja upp á Tælenskt nudd hérna í nuddstofunni okkar.

Hægt verður að velja sér tíma í sumar og bóka þegar forsölu líkur, athugið að takmarkaður fjöldi kemst í Yoga og nudd á hverjum degi.

Hópferðir um stöðina verða á laugardögum í sumar.

Miðar fást hér

Kynningarferðin

Við höfum boðið upp á kynningarferðir um stöðina í gegnum árin. Núna viljum við gera það reglulega. Við tökum þig í gönguferð um stöðina þar sem við fræðumst um plönturnar og lífrænar ræktunaraðferðir.

Við fáum að sjá garðyrkjustöðina í fullum blóma þar sem tómatar, gúrkur og paprikur eru í aðalhlutverki en við erum einnig með salat og kryddjurtir í ræktun ásamt meira framandi plöntum eins og bananatrén okkar. 

Ferðin um stöðina tekur í kringum 50 mínútur en eftir það munum við ganga til snæðings meðal bananatrjánna og gæða okkur á dásamlegri súpu og brauði sem auðvitað eru gerð á staðnum.

Yoga í yndislegu umhverfi

Eftir kynningarferð um húsið stendur þér til boða að taka Yoga tíma í dásamlegu lifandi umhverfi í gróðurhúsinu okkar.

Við erum svo heppin að Stáňa Stainerová vinnur hjá okkur á Akri. Hún hefur ferðast um Asíu og kynnt sér og lært mismunandi Yogafræði.

Hún mun bjóða upp á klukkutíma langan tíma.

Í gegnum sumarið verðum við með gestakennara sem munu koma og taka kynningartíma sem verður auglýst sérstaklega.

Tælenskt Nudd í litlu nuddstofunni

Stáňa Stainerová mun einnig bjóða nokkrum heppnum upp á Tælenskt nudd.

Hún hefur sett upp litla nuddstofu hérna hjá okkur og hægt er að kaupa sér tíma hjá henni núna. Hún bíður upp á 40 mínútna tíma sem mun gera þér ótrúlega góða hluti, bæði fyrir sál og líkama. 

Kauptu þér miða hér

Afhverju forsala

Einn af grunnþáttum lífrænnar ræktunar er skiptiræktun. Með skiptiræktun er átt við að  sama tegund plantna er ekki í sama jarðveg ár eftir ár.

Þetta gefur jarðveginum tíma til að byggja upp næringarefni þar sem mismunandi plöntur taka upp mismunandi efni úr jarðveginum.

Þetta er ein af ástæðum þessa að lífræn ræktun skilar frá sér betra umhverfi heldur en þegar við komum að því. 

En þetta gerir líka það að verkum að 2-3 mánuði á ári erum við ekki að framleiða neinar afurðir meðan skipt er í húsunum, þau þrifin og nýtt tímabil fer í gang. 

Með því að forpanta þér aðgang tryggir þú þér miða í sumar og einfaldar okkur líka að reka stöðina í þessum skiptimánuðum þar sem innkoma af ræktun er sem minnst. 

 

Hver erum við

Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir lærðu lífræna hugmyndafræði í Järna í Svíþjóð. Lífræni eldmóðurinn kom með þeim til Íslands ásamt hóp af öðrum einstaklingum, sem ásamt þeim hafa verið drifkrafturinn í þeirri uppbyggingu á lífrænu framboði sem átt hefur sér stað hér á íslandi síðustu áratugi. Allt frá framleiðslu yfir í smásölu.

Þau keyptu garðyrkjustöðina Akur sem er staðsett í Laugarási í Biskupstungum, árið 1991 með það að markmiði að stunda þar lífræna ræktun.

Ræktaðar eru ýmsar tegundir grænmetis eins og tómatar, kirsuberjatómatar, gúrkur, paprikur í ýmsum litum og chile-pipar. Ræktunarárið hefst um áramót með sáningum en uppskera hefst svo í mars á gúrkum en tómatar og paprikur fylgja í kjölfarið í apríl og maí. Uppskerutímabilið stendur svo út október en þá er hreinsað út úr húsum og þau þrifin og undirbúin fyrir næsta tímabil.

Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkursýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og þurrkun grænmetis. Markmiðið er að þessar afurðir séu á markaði allt árið en þó aðallega þann tíma sem minna er af fersku og nýuppskornu grænmeti.

Hvar erum við staðsett

Akur er staðsett í Laugarás í Bláskógabyggð rúma klukkustund frá Reykjavík. Annað sem er í boði hérna í Laugarásnum er Dýragarðurinn Slakki. Ef þið komið í heimsókn er stutt að fara til að skoða ekki bara plönturnar heldur líka dýrin í sveitinni.

(354) 486 8966 
Garðyrkjustöðin Akur, Laugarási,
801 Bláskógarbyggð, Ísland
phoneglobeenvelope-square
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram